Segir að forsetinn hafi verið blekktur

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á bloggi sínu að ljóst sé að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi verið blekktur. Vísar hún þar til þess að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi lýst því yfir að þeir vilji allt til vinna að að semja frekar um IceSave en fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Pétur Blöndal, sá hinn sami og flutti tillögu á Alþingi Íslendinga um þjóðaratkvæðagreiðslu, sagði á Bylgjunni í morgun að “besta lausnin” væri sú að semja. Yfirlýsing alþingismannsins vakti augljóslega undrun þáttastjórnenda og annars viðmælenda sem gengu á hann með þetta. Hann ítrekaði a.m.k. þrisvar að “besta lausnin” að minnsta kosti “sú minnst versta” eins og hann orðaði það, væri að fara í samninga frekar en þjóðaratkvæði."

Blogg Ólínu í heild á Eyjunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert