279 þúsund lítrar seldir á einum degi

Mikið var að gefa í vínbúðum
Mikið var að gefa í vínbúðum mbl.is/Golli

Gífurlegt annríki var í Vínbúðunum daginn fyrir gamlársdag. Fjöldi viðskiptavina þann dag var 43.659 og alls voru seldir tæplega 279 þúsund lítrar af áfengi, aðallega bjór. Þetta er 14,1% meiri sala en sama dag árið 2008. Yfirvofandi hækkun áfengis kann að skýra að hluta þessarar miklu sölu.

Á árinu 2009 voru seldir rúmlega 20 milljón lítrar af áfengi. Í lítrum talið var salan 1,4% minni en árið 2008. Sala rauðvíns dróst saman um 2,5% en hvítvín var ein fárra tegunda sem meira var selt af á árinu. Salan þar var 5,1% meiri en árið áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert