Best að semja að nýju

Endurgreiðsluferill Icesave-skuldbindingarinnar eins og hann liggur fyrir núna er afar erfiður íslenska þjóðarbúinu. Þetta er mat danska hagfræðingsins Carsten Valgreen sem starfar hjá ráðgjafafyrirtækinu Benderly Economics. Valgreen var áður einn aðalhagfræðinga Danske Bank, og var meðal höfunda svartsýnna skýrslna um íslensku bankana sem bárust úr þeim ranni á árinu 2006.

Á mánudagskvöld sagði Valgreen í danska ríkissjónvarpinu að Icesave-skuldbindingin væri sem myllusteinn um háls íslenskra skattborgara.

„Ég hef samúð með málstað íslensku þjóðarinnar. Icesave-samningurinn eins og hann liggur fyrir er mjög harður fyrir Íslendinga,“ segir Valgreen í samtali við Morgunblaðið, og bætir því við að hann mundi eiga erfitt með að sætta sig við Icesave-lögin væri hann íslensku skattborgari. Valgreen segist ekki túlka synjun forseta Íslands á staðfestingu Icesave-laganna sem pólitískt herbragð, heldur nokkurs konar slys: „Þessi þróun mála opnar þó á nýja möguleika í stöðunni. Besta niðurstaðan yrði sú að samið yrði að nýju, og ég tel það raunar líklegustu niðurstöðuna.“

Samkomulag nauðsynlegt

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert