Bretar segja gleðileg jól með Íslandsmyndum

Forsíða jólakortsins frá breska dómsmálaráðuneytinu.
Forsíða jólakortsins frá breska dómsmálaráðuneytinu.

Óhætt er að segja að jólakort breska dómsmálaráðuneytisins 2009 hafi verið falleg. Þó svo ríkisstjórn Bretlands eigi ekki beinlínis í neinu ástarsambandi við íslensku þjóðina þykir greinilega einhverjum þar á bæ Ísland vera fallegur staður.

Sjálfur Gullfoss í Hvítá prýddi jólakortin í ár, eða réttara sagt gljúfrið fyrir neðan fossinn og þykkur ís sem leggst á hverjum vetri yfir hlíðina gegnt fossinum, vegna úðans frá honum sem frýs smám saman og hleðst upp.

Hlýtur Íslendingum að hlýna um hjartarætur við að sjá að þrátt fyrir allt sé seiðmagn náttúrunnar á Íslandi heillandi í augum breskra embættismanna!

Undirskrift ráðherrans er vægast sagt fagmannleg, en eins og glöggir …
Undirskrift ráðherrans er vægast sagt fagmannleg, en eins og glöggir vita er Jack Straw dómsmálaráðherra Bretlands.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert