Dagblöðin tvö skipað sér í fylkingar

Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir mbl.is/Ómar

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur áhyggjur af hlutlausri upplýsingagjöf til almennings þannig að hann eigi auðveldara með að mynda sér skoðun í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Benti hún á að á síðustu dögum mætti ljóst vera að tvö stærstu dagblöð landsins hefðu þegar skipað sér í fylkingar með og á móti lögunum.

Margrét beindi því til dómsmálaráðherra hvort ekki væri æskilegt að koma á stofn hlutlausri kynningarstofnun. Dómsmálaráðherra svaraði því til að það gæti orkað tvímælis ef stjórnvöld stæðu sjálf að baki kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu og því hefði menn ákveðið að allar upplýsingar um málið verði birtar á vef ráðuneyta. Margrét hvatti til þess að fundin yrði hlutlaus stofnun sem haldið gæti utan um kynningarmálin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert