„Ég botna ekkert í þessum málflutningi“

Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir Ásdís Ásgeirsdóttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í hverju sáttin sem formaður Sjálfstæðisflokksins talaði um ætti að felast. Spurði hún hvort sáttin ætti að felast í því að fara með málið fyrir dómstóla.

„Hver eru samningsmarkmið þeirrar sáttar? Hvernig eigum við að nálgast málið? Er þetta dómstólaleið eða er þetta nýr samningur?“ spurði Þórunn og benti í því samhengi á að formaður Sjálfstæðisflokks hefði tjáð sig um að Íslendingar ætti að standa við skuldbindingar sínar.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði ekki hægt að troða ofan í kokið á íslenskum almenningi óbilgjörnum samningum. Bera ætti málið undir hlutlausa dómstóla.

Þórunn sagði svar Bjarna ekki skýra málið. „Það er búið að beina samningunum um ríkisábyrgð til þjóðarinnar og hún á eftir að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún ætlar að sætta sig við þessa samninga. Því spyr ég enn hver eru samningsmarkmið sáttarinnar sem formaður Sjálfstæðisflokks vill ná hér þverpólitísk, en um leið ætlar hann ekki að semja hér því hann þarf að semja við viðsemjendur. Frú forseti, þú verður að afsaka, en ég botna ekkert í þessum málflutningi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka