Flóttatilraun á fleka

Það var um hálfsex í morgun sem öryggisverðir frá Eimskip urðu varir við menn á fleka sem reru í átt að Reykjafossi, skipi Eimskipafélagins í því skyni að reyna að komast um borð og þannig áfram til Norður-Ameríku. Öðrum manninum tókst að komast um borð og var hann handtekinn þar. Hinn forðaði sér á flekanum og var svo handsamaður.

Mennirnir sem eru þrítugsaldri, eru frá Albaníu og Líbýu og er þetta önnur flóttatilraun Líbýumannsins, sem reyndi í september að laumast með Reykjafossi til Norður Ameríku. Skipinu var hins vegar snúið við þegar það var komið á haf út og laumufarþeginn uppgötvaðist.

Eins og sést er flekinn ekki burðugur og mesta furða að hann hafi borið mennina tvo. Flekinn var greinilega heimasmíðaður, og samanstendur af hálflinum dekkjaslöngum sem á voru lagðar nokkrar spýtur og þær síðan hnýttar saman með snæri.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert