Fundur hafinn á Alþingi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las upp forsetabréf í upphafi þingfundar um …
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las upp forsetabréf í upphafi þingfundar um að framhaldsfundur verði á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Alþingi kom sam­an nú kl. 10.30 til þess að ræða aðeins eitt mál, en það er frum­varp til laga um fram­kvæmd þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Reiknað er með því að frum­varpið verði að lög­um fyr­ir dags­lok en fund­ur get­ur staðið langt fram eft­ir kvöldi ef þörf kref­ur.

Til þess þarf að halda fjóra fundi á Alþingi og samþykkja a.m.k. þrjú af­brigði þar sem of stutt verður liðið frá því málið var lagt fram þar til umræður um það fer fram. Eft­ir fyrstu umræðu fer málið til um­fjöll­un­ar í alls­herj­ar­nefnd og þaðan síðan í aðra og þriðju umræðu fá­ist það samþykkt með af­brigðum.

Ragna Árna­dótt­ir, dóms­málaráðherra, mælti fyr­ir frum­varp­inu um þjóðar­at­kvæðagreiðslu og fór jafn­framt yfir til­drög at­kvæðagreiðslunn­ar. Sagði hún brýnt að byrja und­ir­bún­ing þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar eins fljótt og hægt er og vísaði sér­stak­lega til utan­kjör­fund­ar­at­kvæða.

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að þjóðar­at­kvæðagreiðslan verði hald­in í síðasta lagi 6. mars. Ragn­ar sagði þrjá laug­ar­daga koma til greina fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu, en þeir eru 20. fe­brú­ar, 27. fe­brú­ar og 6. mars.

Fram kom í máli Rögnu að alls eru um 10 þúsund kosn­inga­bær­ir Íslend­ing­ar bú­sett­ir er­lend­is sem fá verða tæki­færi og tíma til þess að kjósa utan kjör­fund­ar. Verði þjóðar­at­kvæðagreiðslan hald­in 20. fe­brú­ar gef­ist aðeins fjór­ar vik­ur fyr­ir utan­kjör­fund­ar­at­kvæði, en sex vik­ur verði hún hald­in 6. mars.

Ekki er í frum­varp­inu gert krafa um lág­marksþátt­töku lands­manna í kom­andi þjóðar­at­kvæðagreiðsluna. Eins og fram hef­ur komið er ráðgert að á kjör­seðli verði bor­in upp eft­ir­far­andi spurn­ing: „Eiga lög nr. 1/​2010, um breyt­ingu á lög­um nr. 96/​2009, um heim­ild til handa fjár­málaráðherra, fyr­ir hönd rík­is­sjóðs, til að ábyrgj­ast lán Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðueig­enda og fjár­festa frá breska og hol­lenska rík­inu til að standa straum af greiðslum til inn­stæðueig­enda hjá Lands­banka Íslands hf., sem Alþingi samþykkti en for­seti synjaði staðfest­ing­ar, að halda gildi?“ En á kjör­seðlin­um verði tveir mögu­leik­ar á svari: „Já, þau eiga að halda gildi“ eða „Nei, þau eiga að falla úr gildi.“

Frum­varp um þjóðar­at­kvæðagreiðslu

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag.
Ragna Árna­dótt­ir, dóms­málaráðherra, mæl­ir fyr­ir frum­varp­inu á Alþingi í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert