Kínverjar festa kaup á stórhýsi

Kínverska sendiráðið festi nýlega kaup á húsinu Skúlagötu 51
Kínverska sendiráðið festi nýlega kaup á húsinu Skúlagötu 51 mbl.is/Golli

Kínverska sendiráðið festi nýlega kaup á húsinu Skúlagötu 51, sem löngum hefur verið kennt við Sjóklæðagerðina. Húsið var í eigu Karls J. Steingrímssonar, athafnamanns í Pelsinum.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur kínverska sendiráðið tilkynnt ráðuneytinu húsakaupin en sendiráðum ber að tilkynna ráðuneytinu slík kaup. Engar upplýsingar fylgdu tilkynningunni um frekari fyrirætlanir t.d. varðandi fjölgun starfsmanna eða annað slíkt, að sögn ráðuneytisins.

Í tilkynningu frá sendiráðinu segir að húsnæðið við Víðimel nægi ekki fyrir strafsemina, en vonast sé til þess að nýja húsnæðið myndi nýja brú milli þjóðanna vegna aukinna samskipta, sem einkennast af vináttu og samvinnu. Húsnæðið sé hins vegar ekki tilbúið.

Um er að ræða 4.188 m2 skrifstofuhúsnæði auk 30 stæða bílageymslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert