Bjarni: Eigum aðra kosti

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundinum í Valhöll
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundinum í Valhöll mbl.is/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir ekki rétt að Íslend­ing­ar eigi ekki ann­an kost en að samþykkja Ices­a­ve-lög­in. Að sjálf­sögðu á þjóðin það í þeirri sterku laga­legu stöðu sem Íslend­ing­ar eru í. Það stenst ekki skoðun að hér fari allt á hliðina ef lög­in fái ekki fram­gang.

Hann seg­ir að það sjá­ist á viðbrögðum Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. „Ef Norður­lönd­in standa með okk­ur í þessu máli þá erum við í fín­um mál­um. Þetta er ör­laga­stund í sam­stöðu nor­ræna þjóða – að þær standi með Íslend­ing­um á ög­ur­stund," sagði Bjarni á fund­in­um.

Bjarni vísaði í ræðu sinni í sam­tal sem hann átti við Jón Daní­els­son, pró­fess­or við LSE. Hann hafi talað við Jón til þess að fá sýn inn í hvað Bret­ar eru að hugsa. Bjarni seg­ir að álög­urn­ar sem eru lagðar á Íslend­inga séu marg­falt meiri en þær sem bresk stjórn­völd leggja á sína þegna við að bjarga sínu banka­kerfi.

Bara já­kvætt að losna und­an samn­ing­un­um

Það er bara já­kvætt ef Íslend­ing­um tekst að losna und­an þess­um óláns­samn­ing­um, sagði Bjarni. Sjálf­stæðis­menn hafi sagt all­an tím­ann að reyna verði að fá viðsemj­end­ur að samn­inga­borðinu á ný. Það þurfi nýj­ar viðræður á nýj­um for­send­um. Hann seg­ir að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins muni aldrei greiða at­kvæði með rík­is­ábyrgð í lík­ingu við það sem gert er í þessu máli.

Bjarni seg­ir að hann ásamt öll­um í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi leit­ast við að koma hreint fram í þessu máli. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn muni ein­ung­is samþykkja að fram verði gengið með hags­muni þjóðar­inn­ar í huga og sam­komu­lag myndað meðal allra. Átök, sundr­ung og ósætti er ekki það sem þjóðin þurfi á að halda á þess­ari stundu.

Bjarni seg­ir að sam­flokks­menn hans hafi ein­hverj­ar gagn­rýnt sig fyr­ir að vilja ná póli­tískri sam­stöðu þar sem eng­in laga­leg­ar for­send­ur séu fyr­ir því að Íslend­ing­ar greiði fyr­ir Ices­a­ve, skulda sem stofnað var til af einka­banka. Reyn­ist ekki grund­völl­ur fyr­ir sam­stöðu þá styður flokk­ur­inn það heils­hug­ar að það fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla. Hann seg­ist gera ráð fyr­ir mik­illi hörku í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni og eins og staðan sé nú er ekki út­lit fyr­ir annað en að þjóðar­at­kvæðagreiðslan fari fram. Ef sam­komu­lag næst á milli flokka þá er það ein­ung­is á þeim grund­velli að byrjað verði al­gjör­lega upp á nýtt og að milli­göngumaður verði feng­inn til að ræða við Breta og Hol­lend­inga.

Vér mót­mæl­um all­ir

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að all­ir viti að Ices­a­ve málið sé eitt stærsta ágrein­ings­mál sem Íslend­ing­ar hafa staðið frammi fyr­ir. 

Hann hvatti alla til þess að hafna lög­un­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og lauk ræðu sinni á orðunum: „Vér mót­mæl­um all­ir."

Bjarni seg­ir að það sé eng­in til­vilj­um að ekki er búið að ganga frá Ices­a­ve-mál­inu. Stjórn­ar­andstaðan hafi lagt dag og nótt við síðasta hálfa árið við að mót­mæla þess­um ósann­gjörnu samn­ing­um. Allt verið gert til þess að draga fram staðreynd­ir máls­ins, laga­lega stöðu, framtíðar­horf­ur og áhrif á efna­hags­mál þjóðar­inn­ar, sagði Bjarni.

„Ég tel að við höf­um náð mikl­um ár­angri og er sann­færður um að þjóðin er á okk­ar báti," sagði Bjarni á fjöl­menn­um fundi í Val­höll í dag.

Bjarni seg­ir að hann hafi ekki verið sam­mála fram­kvæmd for­seta Íslands á 26. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar um mál­skots­rétt en Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hafi sett for­dæmi árið 2004 þegar hann neitaði að skrifa und­ir fjöl­miðlalög­in.

Að  mati Bjarna eru þeir fyr­ir­var­ar sem voru fyr­ir í Ices­a­ve-lög­un­um sem samþykkt voru sl. sum­ar og Ólaf­ur Ragn­ar skrifaði und­ir,  að engu orðnir eft­ir að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar höfnuðu fyr­ir­vör­un­um og fjár­málaráðherra lagði fram nýtt frum­varp sl. haust.

Hann seg­ir að for­set­inn hafi ekki átt neinn ann­an kost en að hafna því að skrifa und­ir lög­in til þess að vera sam­kvæm­ur sjálf­um sér. 

Seg­ir for­sæt­is­ráðherra hafa sett Íslands­met í af­neit­un

Bjarni seg­ir að það sé búið að vera átak­an­legt að fylgj­ast með af­neit­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þessu máli og að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, hafi sett Íslands­met í af­neit­un á Alþingi í gær þegar fyr­ir­huguð þjóðar­at­kvæðagreiðsla varð að lög­um. 

Rík­is­stjórn­in get­ur ekki varpað ábyrgðinni af Ices­a­ve frá sér. Hún á samn­ing­inn með húð og hári, sagði Bjarni. 

Verst voru þau skila­boð sem rík­is­stjórn­in sendi frá sér dag­inn sem for­set­inn skrifaði ekki und­ir, að sögn Bjarna. Hún hafi sent þau skila­boð út í alþjóðasam­fé­lagið að end­ur­reisnaráætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri í hættu.

Bjarni var harðorður í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar á fund­in­um, sagði að hún hafi kosið að fara í stríð við for­seta Íslands. Halda þau að það sé verið að vinna þjóðinni gagn með þess­ari fram­komu, sagði Bjarni.

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að öllu hafi verið tjaldað til þess að hræða þjóðina upp úr skón­um. „Hverj­um kem­ur á óvart, að þegar for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra ganga fram með þess­um hætti, að venju­legt fólk bregðist við með þeim hætti að telja að það sé rétt að samþykkja lög­in," sagði Bjarni.

Máli sínu til stuðnings minnti Bjarni á að bréfi for­sæt­is­ráðherra til for­seta hafi verið lekið til fjöl­miðla og með því að leka þessu dæma­lausa bréfi hafi for­sæt­is­ráðherra sent Bret­um og Hol­lend­ing­um á silf­urfati upp­lýs­ing­ar um hvernig hægt er að klekkja á Íslend­ing­um.

Hann sagði að eng­in minn­is­blöð hafi lekið í fjöl­miðla í Bretlandi og Hollandi. Bjarni velti því fyr­ir sér hvort ein skýr­ing þess sé að  þeir hafi áhyggj­ur af því að þjóðir sem eru aðilar að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum séu ekki sátt­ar við hvernig komið er fram við Íslend­inga.

Bjarni seg­ir aðstæður nú veiti Íslend­ing­um tæki­færi til þess að koma sín­um skoðunum á fram­færi. Ná betri niður­stöðu í þessu máli. Á hverj­um degi ber­ist frétt­ir er­lend­is frá um að hlustað sé á málstað Íslands.

Málstað Íslands tekið

Rík­is­stjórn­in hef­ur, að sögn Bjarna, brugðist í að halda málstað ís­lensku þjóðar­inn­ar á lofti. Fjöl­miðlar og stjórn­mála­menn hafa sýnt að þeir hafa skiln­ing á stöðu Íslands og málstaður Íslands víða tek­inn. Það að Hol­lend­ing­ar og Bret­ar hafi beitt Íslend­inga kúg­un­um. Fræðimenn og pró­fess­or­ar hafa tekið málstað Íslands.

Eva Joly seg­ist hafa fengið það staðfest hjá höf­und­um Evr­ópu­reglu­gerðar­inn­ar um inn­stæðutrygg­ing­ar, sem ligg­ur til grund­vall­ar Ices­a­ve-deil­unni, að reglu­gerðinni hafi aldrei verið ætlað að tak­ast á við hrun banka­kerf­is heill­ar þjóðar. Hún hafi rætt við höf­unda reglu­gerðar­inn­ar og þeir staðfest þetta. Þetta er svipað sem Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir hef­ur sagt og meiri­hluti þjóðar­inn­ar er sam­mála, að sögn Bjarna.

Hvernig er hægt að rök­styðja það að við tök­um á okk­ur þess­ar skuld­bind­ing­ar fyr­ir einka­banka, sagði Bjarni á fund­in­um í Val­höll þar sem fjöl­menni fylgd­ist með for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins fara yfir stöðu mála í Ices­a­ve-mál­inu.


Fjölmenni var á fundi með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins í …
Fjöl­menni var á fundi með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert