Enn mótmælt á Austurvelli

Nokkur hundruð mómtælendur létu ekki bleytuna á sig fá.
Nokkur hundruð mómtælendur létu ekki bleytuna á sig fá. mbl.is/Kristinn

Mótmælendur létu ekki bleytuna á Austurvelli á sig fá er þau tóku þátt í mótmælum sem samtökin Nýtt Ísland og Hagsmunasamtök heimilanna stóðu fyrir klukkan þrjú í dag. Samtökin áætla að um 700 mótmælendur hafi lagt leið sína á Austurvöll.

Þetta er fimmti kröfufundur samtakanna í vetur, en meðal þess sem barist er fyrir er leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, að veð takmarkist við veðandlag, og að stjórnmálaflokkum verði gefið „frí“um óákveðinn tíma og þjóðstjórn taki við.

Samtökin minna jafnframt á bílamótmæli sem munu halda áfram á þriðjudag. Hefjast þau kl. 12 hjá Íslandsbanka á Kirkjusandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert