Enn mótmælt á Austurvelli

Nokkur hundruð mómtælendur létu ekki bleytuna á sig fá.
Nokkur hundruð mómtælendur létu ekki bleytuna á sig fá. mbl.is/Kristinn

Mót­mæl­end­ur létu ekki bleyt­una á Aust­ur­velli á sig fá er þau tóku þátt í mót­mæl­um sem sam­tök­in Nýtt Ísland og Hags­muna­sam­tök heim­il­anna stóðu fyr­ir klukk­an þrjú í dag. Sam­tök­in áætla að um 700 mót­mæl­end­ur hafi lagt leið sína á Aust­ur­völl.

Þetta er fimmti kröfufund­ur sam­tak­anna í vet­ur, en meðal þess sem bar­ist er fyr­ir er leiðrétt­ing höfuðstóls lána, af­nám verðtrygg­ing­ar, að veð tak­markist við veðand­lag, og að stjórn­mála­flokk­um verði gefið „frí“um óákveðinn tíma og þjóðstjórn taki við.

Sam­tök­in minna jafn­framt á bíla­mót­mæli sem munu halda áfram á þriðju­dag. Hefjast þau kl. 12 hjá Íslands­banka á Kirkju­sandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert