ESB og Icesave aðskilin mál

Össur Skarphéðinsson fundaði í dag með utanríkisráðherra Spánar.
Össur Skarphéðinsson fundaði í dag með utanríkisráðherra Spánar. mbl.is/RAX

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í morgun með utanríkisráðherra Spánar, Miguel Ángel Moratinos, sem situr í forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins. Á fundinum kom fram að Moratinos lítur svo á að umsókn Íslands að Evrópusambandinu og Icesave séu tvö aðskilin mál.

Á fundinum kom jafnframt fram að sú nýja staða sem upp er komin á Íslandi, vegna ákvörðunar forsetans um að synja Iceave lögunum staðfestingar, muni ekki hafi áhrif á meðferð ESB á umsókn Íslands.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þetta sé í samræmi við samtal utanríkisráðherra við David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, 7. janúar þar sem Miliband lýsti því yfir að Bretar myndu áfram styðja umsókn Íslands. Í samtali Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hafi einnig komið hið sama fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka