Fimmti kröfufundur Nýs Íslands

Friðsamlegur kröfufundur er boðaður á Austurvelli í dag.
Friðsamlegur kröfufundur er boðaður á Austurvelli í dag. mbl.is / Ómar

Samtökin Nýtt Íslands efna til friðsamlegs kröfufundar á Austurvelli í dag, klukkan 15. Þetta er fimmti kröfufundur samtakanna.

„Samtökin Nýtt Ísland telja að Íslendingar eigi betur skilið en lasin
stjórnmál og spillt, nú er komið að endurreisn Íslands sem verður
vonandi framkvæmd af fólki sem ber hag Íslendinga fyrir brjósti en
ekki stjórnmálaflokka og sín eigin,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Nýtt Ísland rísi upp, heiðarleiki og bjartsýni landsmanna verði í
fararbroddi. Þjóðin komi Íslandi áfram.
Friðsamlegur kröfufundur 9. janúar 2010, kl 15:00 Austurvelli.

Helstu kröfur samtakanna eru leiðrétting höfuðstóls lána heimilanna og bílalána, afnám verðtryggingar og veð takmarkist við veðandlag. Fjórða atriðið er þetta: „Nú er komið að hinum almenna Íslendingi, sem telur um það bil 95% þjóðarinnar. Samtökin harma þá skjaldborg sem byggð var fyrir fjármagnseigendur og kallar eftir almennri siðbót, uppgjöri og
réttlæti til hagsbóta fyrir alla Íslendinga sem byggja Ísland.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert