Enn hefur ekki fundist mikil loðna á Íslandsmiðum. Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE hefur í dag og í gær rekist á stóra og meðalstóra loðnu á blettum úti af Húnaflóa, en magnið virðist ekki vera mikið.
Mikið liggur við að meiri loðna finnist, enda þarf talsvert meira að finnast til að hægt verði að gefa út byrjunarkvóta fyrir vertíðina. Hafís tafði leit í kringum Vestfirði í gær.