Nýr þjóðgarðsvörður ráðinn

Ólafur Örn Haraldsson ráðinn framkvæmdastjóri Þingvallanefndar.
Ólafur Örn Haraldsson ráðinn framkvæmdastjóri Þingvallanefndar. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þingvallanefnd ákvað á fundi sínum í gær að ráða Ólaf Örn Haraldsson, landfræðing og fyrrverandi Alþingismann, sem framkvæmdastjóra nefndarinnar og þjóðgarðsvörð á Þingvöllum. Ólafur Örn var valinn úr hópi 78 umsækjenda, og var einróma samþykktur af nefndinni.

Ólafur sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1994 til 2003, og var formaður umhverfisnefndar þingsins í sex ár. Hann er forseti Ferðafélags Íslands, og hefur  unnið margvísleg störf er tengjast ferðamennsku og umhverfismálum.

Ólafur er með BA gráðu í sagnfræði, BSc gráðu í landafræði og jarðfræði, hvorutveggja frá Háskóla Íslands, og meistaragráðu í skipulagsfræðum frá Sussex háskóla á Englandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert