Íslandsmeistarinn í snjókrossi, Jónas Stefánsson, gerði sér lítið fyrir í dag og stökk á vélsleða yfir flóðgarða fyrir aftan Ellingsen í Reykjavík og á haf út. Töluverður fjöldi fylgdist með stökkinu, og virtist Jónasi a.m.k. við fyrstu sýn ekki hafa orðið meint af.
Björgunarsveitin Ársæll var á staðnum með björgunarbát til að hjálpa
Jónasi úr sjónum, ásamt köfurum til að sækja sleðann niður á
sjávarbotninn. Tilefni uppátækisins er að Ellingsen hefur tekið í umboð nýja vélsleða og fjórhjól.