„Ég held í fyrsta lagi að Brown hafi verið geggjaður þegar hann ákvað að skattgreiðendur ættu að greiða fyrir innistæður á reikningum Kaupþings og Landsbankans og ég sé enga ástæðu fyrir því að Íslendingar eigi að „endurgreiða" ríkissjóði," skrifar Vicki Woods dálkahöfundur hjá breska blaðinu Telegraph á vef blaðsins í dag.
Það voru ekki þeir sem ákváðu að lána ríkissjóði peningana bætir hún við.
Hún gagnrýnir framgöngu Jeremy Paxman í þættinum Newsnight í vinunni og segir að hann hafi ekki ráðið við reiði sína á meðan forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt ró sinni allan tímann.
Hér er hægt að lesa pistil Woods