„Þetta var ekkert mál, við blotnuðum ekki einu sinni,“ segir Jóhann Pétursson. Bíll hans festist í vatni á veginum á Haukadalsheiði í Árnessýslu í morgun og þurfi hann og félagi hans að bíða ofan á palli bílsins í rúman klukkutíma, þangað til hjálp barst.
Þeir félagarnir voru á pallbíl á leið í fjallakofa sem þeir eiga á Haukadalsheiði. Mikil vatn er á veginum og klaki undir. Þegar þeir keyrðu yfir stóran poll féll bíllinn í gegn um klakann, festist og drap á sér. Þeir félagarnir fóru út á palllokið og biðu þar eftir hjálp.
Félagar úr Björgunarsveit Biskupstungna og björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni fóru til aðstoðar og björguðu mönnunum um klukkustund síðar. Bíllinn var dreginn upp úr vatninu. „Þeir voru ekki í hættu og þetta reyndist ekki eins alvarlegt og á horfðist,“ segir Óskar Kristinn Boundy, félagi í björgunarsveitinni, sem fór til aðstoðar.
Björgunarsveitarbíllinn er með pallbílinn í eftirdragi, á leið niður að Geysi. Töluvert vatn er á leiðinni.