Ekki sérmál Íslands heldur allrar Evrópu

Eva Joly
Eva Joly

Eva Joly, sem starfar fyr­ir embætti sér­staks sak­sókn­ara, seg­ir að ein af ástæðum þess að hún hef­ur tekið upp hansk­ann fyr­ir Íslands sé að hún er stjórn­mála­maður en hún er þingmaður á Evr­ópuþing­inu. Hún seg­ir að það sem er að ger­ast á Íslandi geti gerst fyr­ir öll smáríki. Hún seg­ir að þetta sé ekki sér­mál Íslands held­ur allr­ar Evr­ópu.

Eg­ill Helga­son er með viðtal við Joly í þætt­in­um Silfri Eg­ils en Joly er stödd í Par­ís. 

Hún seg­ir að þeir sem lögðu spari­fé sitt inn á há­vaxta­reikn­inga ís­lensku bank­anna hafi tekið áhættu og gesta­rík­in beri einnig ábyrgð á eft­ir­liti með út­lönd­um bönk­um sem starfa í þeirra ríkj­um.

Joly sagði í Silfri Eg­ils að Íslend­ing­ar ættu stuðning víða og vísaði þar til blaðagreina sem birst hafa að und­an­förnu í er­lend­um fjöl­miðlum. Eins að al­menn­ing­ur í Hollandi og Bretlandi hafi tekið málstað Íslend­inga. Til að mynda hafi 95% þeirra sem bloggað hafa um viðtalið sem birt­ist við hana í vik­unni í NRC Hand­els­bla­dt hafi tekið málstað Íslands.

Hún kom inn á hvað sé að ger­ast á alþjóðleg­um fjár­mála­markaði og bend­ir á að banda­rísk­ir bank­ar og fleiri boði gríðarlega bónusa og þeir hafi greini­lega ekk­ert lært af hrun­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert