Hollenskir frjálshyggjumenn safna undirskriftum

Íslendingum berst liðsstyrkur úr ýmsum áttum.
Íslendingum berst liðsstyrkur úr ýmsum áttum. mbl.is/Ómar

Um fimm hundruð ein­stak­ling­ar hafa skráð sig á hol­lenska vefsíðu þar sem skorað er á hol­lensk og bresk stjórn­völd að draga til baka þá  kröfu að ís­lensk þjóð verði lát­in gjalda fyr­ir mis­tök yf­ir­valda og banka­manna í tengsl­um við fall Lands­bank­ans.

Það eru hol­lensk­ir fjár­áls­hyggju­menn sem halda úti blogg­inu www.vrij­spreker.nl sem standa fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un­inni. Þeir segja laga­leg­an grund­völl krafa Hol­lend­inga og Breta vera veik­ann. Auk þess sé það ekki siðferðilega verj­andi að fólk, sem ekk­ert hafi með Ices­a­ve og Lands­bank­ann að gera, verði látið gjalda fyr­ir synd­ir bank­ans.

Und­ir­skrift­ar­söfn­un­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert