Hudson: Íslendingar eiga ekki að greiða

Michael Hudson
Michael Hudson

Bandaríski hagfræðingurinn Michael Hudson, segist telja að Íslendingar þurfi ekki að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Hann tók dæmi af Madoff hneykslinu og hvernig bandarísk stjórnvöld tóku á því. Hudson segir að Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi átt að fara svipaða leið hvað varðar Icesave. Egill Helgason ræddi við Hudson í Silfri Egils.

Það hafi verið ákvörðun stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi að greiða innistæðueigendum til baka. Það hafi ekki verið ákvörðun Íslendinga og því þeirra að taka ábyrgð á því.

Sigrún Davíðsdóttir, pistlahöfundur RÚV í Lundúnum sagði í Silfri Egils í dag að í breskum fjölmiðlum hafi fljótlega eftir synjun forsetans komið upp mikil samúð með Íslendingum. Það geti líka tengst andúð margra Breta á Evrópusambandinu.

Hér er grein sem Hudson skrifaði í Financial Times um þetta mál 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert