Hafnarstjórn Grindavíkur telur nauðsynlegt að kanna möguleika á að gera stórskipahöfn á staðnum. Í áætlunum um byggingu metanólverksmiðju er gert ráð fyrir hafnaraðstöðu fyrir skip allt að 10 þúsund tonn að stærð.
Núverandi hafnaraðstaða tekur ekki stærri skip en um 4.000 tonn og í umsögn frá Siglingastofnun kemur fram að tæplega verði hægt að gera breytingar á núverandi höfn sem tæki meira en 5 til 6 þúsund tonna skip. Því þurfi að leita þarf annarra lausna ef hægt á að vera að afgreiða eins stór skip sem talið er að þurfi vegna verksmiðjunnar.
Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að hafnarstjórn beinir því til bæjarstjórnar að mótuð verði heilstæð stefna vegna hafnarmannvirkja með tilliti til stóriðju í framtíðinni.