Ísland eitt og yfirgefið

Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni.
Miðborg Osló. Konungshöllin í bakgrunni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Norska blaðið Af­ten­posten birt­ir í dag langa grein um Ísland bæði í blaðinu og á vefn­um. Ræðir blaðið við nokkra Íslend­inga sem varpa ljósi bæði á sögu lands­ins og Ices­a­ve-málið. Fram kem­ur sú skoðun hjá Styrmi Gunn­ars­syni, fyrr­um rit­stjóra Morg­un­blaðsins, að Íslend­ing­ar verði að fara að venja sig við að líta á Norðmenn sem helstu banda­menn sína. 

Styrm­ir seg­ir, að pen­ing­arn­ir hafi náð völd­um á Íslandi og upp­hafið að því megi rekja til þess að sett voru lög um fisk­veiðikvóta á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Þegar heim­ilað var að eiga viðskipti með veiðikvóta hafi orðið til kvótakóng­ar, rík yf­ir­stétt á Íslandi.  Í kjöl­farið hafi komið ann­ar hóp­ur, sem varð rík­ur á að reka banka.

Seg­ir Styrm­ir að þess­ir fjár­málaf­urst­ar hafi haft mik­il áhrif og í raun tekið völd­in í sam­fé­lag­inu. Þeir sem áttu að hafa eft­ir­lit með þeim, lög­regla, dóms­kerfi og fjár­mála­eft­ir­lit, hafi verið of valda­litl­ir. Banka­kerfið óx og óx og þangað streymdi fé frá öll­um heim­in­um vegna hárra vaxta. 

 Styrm­ir seg­ir að árið 2006 hafi fyrstu vís­bend­ing­ar komið um að bank­arn­ir kynnu að hrynja en það gerðist ekki og því var haldið áfram. Und­ir­máls­lánakrepp­an hófst árið 2007 en héldu ís­lensku bank­arn­ir áfram að bjóða hæstu vexti í heimi og að auki keyptu bank­arn­ir hluta­bréf í sömu áhættu­fyr­ir­tækj­un­um og þeir höfðu lánað fé. Síðan varð banda­ríski bank­inn Lehm­an Brot­h­ers gjaldþrota í sept­em­ber 2008 og í kjöl­farið féllu ís­lensku bank­arn­ir eins og spila­borg. 

Grein­in á vef Af­ten­posten

Styttan af landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni kemur nokkuð við sögu í …
Stytt­an af land­náms­mann­in­um Ingólfi Arn­ar­syni kem­ur nokkuð við sögu í grein Af­ten­posten. mbl.is/​hag
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert