Skúli Magnússon, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, telur að ef þess er enn kostur að fá utanaðkomandi aðstoð til að semja okkur út úr Icesave-vandanum beri að láta reyna á hann strax þrátt fyrir fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skúli skrifar um Icesave-deiluna á vef Starfsgreinasambandsins. Þar leggur hann áherslu á að mikilvægast sé að efnahagsáætlunin sem ríkisstjórnin stendur að með aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og lánum Norðurlandanna verði ekki sett í uppnám. Of mikið sé í húfi. Þess vegna verði að klára Icesave sem fyrst.
„Samþykki þjóðin Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni verður staðan þekkt eins og hún getur orðið í versta falli. Felli þjóðin nefnd lög og á meðan ekkert annað er í sjónmáli, ríkir sama óvissan áfram og var,“ segir Skúli.
Pistill á vef Starfsgreinasambands Íslands.