Lipietz: Veikur málstaður

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Alain Lipietz þingmaður á Evr­ópuþing­inu og einn þeirra sem kom að gerð til­skip­ana Evr­ópu­sam­bands­ins um ábyrgð fjár­mála­fyr­ir­tækja, seg­ir að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar bún­ir að forðast laga­legu hliðina vita að þeir eru með veik­an málstað og gætu tapað mál­inu.

Lipietz sagði í sam­tali við Egil Helga­son í Silfri Eg­ils að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar noti styrk sinn til þess að gera Ísland að ný­lendu sem hægt er að taka pen­inga frá. Þeir séu reiðubún­ir til að lána Íslend­ing­um en það taki ára­tugi fyr­ir Íslend­inga að greiða til baka.

Hann seg­ir að sú krafa að Ísland greiði, sé ekki í takt við til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins um fjár­mála­fyr­ir­tæki líkt og haldið hafi verið fram. Held­ur sé það skiln­ing­ur hans að það sé hlut­verk gesta­rík­is­ins.

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, var gest­ur í Silfri Eg­ils, seg­ir að það sé ljóst af máli Joly og Lipietz að hlustað er á Íslend­inga og að svipað sé uppi á ten­ingn­um víða í Evr­ópu enda er sjálf­stæði þjóðar mik­il­vægt í huga Evr­ópu­búa. 

Nú þegar þjóðin, lýðræðið tek­ur til sinna ráða, þá nýt­um við hann að sjálf­sögðu sagði Ögmund­ur. Hann seg­ir að all­ir flokk­ar eigi að koma að mál­inu , að koma því af samn­inga­borðinu og að sátta­borðinu.  En fyrst þurfi að kom­ast að því hver laga­leg skylda okk­ar er. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert