Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og liðsmaður InDefence segir að Íslendingar skammist sín fyrir ósvífna hegðun einkabankanna og íslensku kaupsýslumennina. Þeir séu fullir sektarkenndar vegna þess að fólk tapaði fjármunum sínum vegna heðgunar þessara bankamanna.
Magnús Árni sem er hagfræðingur og liðsmaður InDefence skrifar aðsenda grein á vef Financial Times í kvöld þar sem hann fer yfir Icesave-lögin. Hann segir ljóst að Íslendingar muni, líkt og þeir hafi alltaf gert, standa við lagalegar skuldbindingar sínar.
Magnús Árni fer yfir kröfur Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum og hve fámenn íslenska þjóðin sé. Flestir Íslendingar viti að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bankaeftirlitið hafi brugðist og reglugerðaeftirlitið. En mistökin voru bara ekki Íslendinga. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að regluverkið hafi verið of slakt í Bandaríkjunum og svipaða sögu er að segja af sænska seðlabankanum. Íslenskir, breskir og hollenskir eftirlitsaðilar á fjármálamarkaði bera sameiginlega ábyrgð á Icesave-bölinu.
Hins vegar hafi bresku og hollensku fjármálaeftirlitin ekki viðurkennt mistök sín þess í stað hafa þau þvegið hendur sína af sökinni. Það sama eigi við um Evrópusambandið.
Hægt er að lesa grein Magnúsar Árna hér í heild