Telur ósanngjarnt að láta almenning greiða

Segir byrðarnar miklu meiri á Íslendinga en eðlilegt sé
Segir byrðarnar miklu meiri á Íslendinga en eðlilegt sé Reuters

Íslendingar eiga skilið samúð okkar, skrifar viðskiptaritstjóri breska blaðsins Observer, Ruth Sunderland, í dag. Það að krefja Íslendinga um að greiða fyrir gjaldþrota banka er ósanngjarnt að leggja íbúana þar sem stjórnmálamenn, bankamenn og eftirlitsaðilar bera ábyrgðina, ritar hún í pistli sínum.

Hún segir sannfærandi rök fyrir því að Bretar og Hollendingar eigi ekki að beita Íslendinga hörku í Icesave-málinu. Litlar líkur séu á því að Íslendingar kjósi í þjóðaratkvæðagreiðslunni Bretum og Hollendingum í hag. Á sama tíma er erfitt að sjá góða ástæðu fyrir því hvers vegna breskir og hollenskir skattgreiðendur eigi að greiða fyrir óskammfeilna hegðun íslensku bankanna en málið er ekki svo einfalt. 

Sunderland kemur í greininni inn á það hversu fáir Íslendingar eru miðað við Breta og hve miklar byrðar leggjast á hver Íslending miðað við hvern Breta og Hollending. 

Eins bendir hún á að fjármálaeftirlit Bretlands og Hollands hafi átt að fylgjast með starfsemi bankanna og því hljóti þau að bera einhverja ábyrgð.

Hún segir að hugmyndin um alþjóðlegan skuldadómstól komi vel til greina. Að sjálfstæður  gerðardómur komi að málum þar sem reynt er að innheimta skuldir frá ríkjum sem hafa ekki bolmagn til að greiða.

Hún segir að Gordon Brown, forsætisráðherra hafi sýnt litlum fátækum þjóðum litla samúð og hann ætti að sýna Íslandi umburðarlyndi. Það sé ósanngjarnt að láta venjulegt fólk greiða fyrir misgjörðir taumlausrar „elítu" og vanrækslu stjórnmálamanna, bankamanna og eftirlitsaðila.

Greinin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka