Tómatsósu og sinnepi kastað á hús

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi. mbl.is

Hús í Stykkishólmi var útatað efnum í nótt. Reyndist það vera tómatsósa og sinnep sem vel gekk að hreinsa af.

Lögreglan á Snæfellsnesi fékk í morgun tilkynningu um að búið væri að ata hús í Stykkishólmi rauðri málningu og kasta í það eggjum. Húsið er í eigu manns sem tengist útrás íslenskra fyrirtækja á erlendum fjármálamörkuðum.

Þegar að var gætt reyndist efnið vera tómatsósa og sinnep. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var búið að skvetta þessum efnum á allt húsið. 

Enginn var í húsinu í nótt. Fulltrúi eiganda kom og þreif húsið.

Málið er í rannsókn hjá lögreglu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert