Danskir ESB andstæðingar styðja Íslendinga

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is / Ómar

Danska Þjóðarhreyfingin gegn Evrópusambandinu telur það óviðeigandi að danska ríkisstjórnin skuli þrýsta á íslensku þjóðina með því að hóta að draga til baka lánsloforð Dana, ef Íslendingar hafni Icesave-lögunum. Kemur þetta fram í yfirlýsingu á vef hreyfingarinnar.

Þjóðarhreyfingin berst fyrir því að Danir dragi sig úr Evrópusambandinu og á móti auknu hlutverki sambandsins.

Í yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar kemur fram sú skoðun að óréttlátt sé að almenningur á Íslandi greiði Bretum og Hollendingum fyrir Icesave-reikningana.

Danir eru hvattir til að stuðla að því að ríkisstjórnir Bretlands og Hollands greiði sjálfar tap innlánseigenda.

Sjá vefsíðu hreyfingarinnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert