Hálkublettir austan Selfoss

Hálku­blett­ir eru á kafla aust­an við Sel­foss. Eins eru nú hálku­blett­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, á Kjal­ar­nesi, Reykja­nes­braut og Grinda­vík­ur­vegi. Á Vest­ur­landi er hálka á Holta­vörðuheiði en hálku­blett­ir í Borg­ar­f­irði á Bröttu­brekku og í Miðdöl­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Á Vest­fjörðum er nokk­ur hálka í Djúp­inu. Aðalleiðir eru auðar á Strönd­um og Norður­landi vestra. Á Norður­landi eystra, Aust­ur­landi og Suðaust­ur­landi er víða nokk­ur hálka - ým­ist skráð sem hálka eða hálku­blett­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert