Líffræðileg fjölbreytni er lífið

Merki árs líffræðilegrar fjölbreytni.
Merki árs líffræðilegrar fjölbreytni.

Líffræðileg fjölbreytni er lífið - líffræðileg fjölbreytni er líf okkar, er kjörorð alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni sem ýtt er úr vör í dag.

Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda (IFAP) hyggjast á þessu ári beina athygli að því lykilhlutverki sem bændur gegna í varðveislu vistkerfa.

Samtökin skora einnig á ríkisstjórnir og þjóðir heims að setja í gildi áætlanir um trygga framtíð líffræðilegrar fjölbreytni jarðar um leið og tryggt verði að bændur hafi nauðsynleg úrræði til að auka matvælaframleiðslu um 70 prósent fyrir árið 2050 til þess að fæða vaxandi fjölda jarðarbúa.

Sjá vef Bændasamtaka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert