Mikill meirihluti ánægður með forseta Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mbl.is/Rax

Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins telja að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands. Alls sögðust 64,5 prósent að forsetinn hefði staðið sig vel í starfi, en 35,5 prósent sögðu hann hafa staðið sig illa.

Talsverður munur er á afstöðu kynja til starfa forsetans. Tæplega 70 prósent kvenna sögðust ánægð með störf hans, en rúmlega 59 prósent karla. Þá er stuðningur við störf forsetans meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Alls sögðu tæplega 49 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins að forsetinn hefði staðið sig vel í starfi. Tæplega 73 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins voru á sömu skoðun.

Um 59 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru ánægð með störf Ólafs Ragnars, og tæplega 67 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna.

Fjallað er um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins í Telegraph í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert