Mjög gott skref

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði að rík­is­stjórn­in hafi talið nauðsyn­legt að ræða um stöðu Ices­a­ve-máls­ins við stjórn­ar­and­stöðuna. Þrír ráðherr­ar áttu fund í dag með for­mönn­um stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna. „Þetta var mjög gott skref," sagði Jó­hanna við Rík­is­út­varpið.

Sagði hún að niðurstaðan hefði verið að all­ir flokk­ar kanni hvort sátta­grund­völl­ur sé í mál­inu. Hins veg­ar verður und­ir­bún­ingi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-lög­in haldið áfram.

Jó­hanna sagðist hafa ámálgað það í sam­töl­um sín­um við for­sæt­is­ráðherra Breta og Hol­lend­inga hvort mögu­leiki væri á að taka upp samn­inga að nýju en eng­in viðbrögð fengið við því.

Að lokn­um fund­in­um var Jó­hanna spurð um viðbrögð þeirra for­sæt­is­ráðherra sem hún hef­ur rætt við eft­ir synj­un for­seta Íslands. Sagði hún þá hafi sýnt þeirri stöðu sem upp er kom­in skiln­ing, þótt þeir hafi lýst von­brigðum með ákvörðun for­set­ans.

Vill nýja nálg­un á málið

„Ég fagna því að það skuli hafa vera boðað til fund­ar,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, að fund­in­um lokn­um. Hann sagði að á fund­in­um hafi ein­ung­is verið kannað hvort grund­völl­ur væri til sátt­ar á milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu um málið.

„Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í sam­stöðu hérna heima fyr­ir á milli allra stjórn­mála­flokka, ef það á að gera sömu mis­tök­in aft­ur,“ sagði Bjarni. „Þannig að það þarf auðvitað að vera eitt­hvað efn­is­legt til staðar og það þarf að nálg­ast hlut­ina á nýj­um for­send­um.“

Aðspurður sagði Bjarni að efn­is­lega hafi ekk­ert nýtt hafi verið kynnt á fund­in­um.


Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert