Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, skrifar á vef sinn í dag að margt sé athugavert við málflutning franska þingmannsins á Evrópuþinginu, Alain Lipietz. Egill Helgason ræddi við Lipietz í þætti sínum Silfri Egils í gær og Morgunblaðið ræddi einnig við hann.
„Það er margt athugavert við málflutning Alain Lipietz. Í fyrsta lagi er tilskipun EB um innstæðutryggingar frá árinu 1994. Þá átti nefndur Alain ekki sæti á Evrópuþinginu heldur var hann á þeim tíma starfsmaður frönsku vegagerðarinnar ef eitthvað er að marka Wikipedia upplýsingar um Alain.
Hann var fyrst kosinn á Evrópuþingið
árið 1999, fimm árum eftir að tilskipunin tók gildi. Það er því afar
ólíklegt að hann sé höfundur eða einn af höfundum þessarar tilskipunar
nema þá að franska vegagerðin hafi á þessum tíma komið að þeirri vinni.
Í
öðru lagi voru Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi og Hollandi
útibú en ekki dótturfélög eins og mér virðist Alain halda og þar af
leiðandi á ábyrgð Íslenska innstæðutryggingarsjóðsins sem settur var á fót árið 1999 á grunni tilskipunar EB frá 1994.
Í
þriðja lagi lítur út fyrir að Alain Lipietz sé að rugla saman tveim
ólíkum tilskipunum, annarsvegar þeirri sem þegar hefur verið nefnd og
er frá árinu 1994 (94/19/EB) og hinsvegar tilskipun frá árinu 2002
2002/87/EB) og innleidd var hér á landi árið 2004
og hefur það markmið að bregðast við því að fjármálafyrirtæki og
fyrirtækjasamstæður veiti heildarþjónustu í fjármálum og hefur ekkert
með þau mál að gera sem hér eru til umræðu," skrifar Björn Valur á vef sinn.
Hér er hægt að lesa nánar um málið á vef Björns Vals