Áfram í gæsluvarðhaldi

Kona um þrítugt var í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 9. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar.

Konan var handtekin í byrjun desember síðastliðin vegna gruns um aðild að mannsali og að hafa haft millligöngu um vændi.  Hún hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Sama kona var í desember dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning fíkniefna og hagnýtingu vændis. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert