Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson á Alþingi
Bjarni Benediktsson á Alþingi mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave geti ákvarðað framtíð ríkisstjórnarinnar. „Í víðu samhengi þá mun hún snúast um líf ríkisstjórnarinnar," segir Bjarni. „Ríkisstjórn sem getur ekki leyst þetta vandamál getur ekki haldið áfram.

Reuters segir hins vegar að andstaðan við Icesave sé ekki bundin við flokka og ekki séu allir sem eru á móti samningnum á því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráherra, fari frá.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir að margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar muni hafna Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Það liggur í augum uppi að þrátt fyrir að greiða atkvæði gegn lögunum þá ertu ekki að greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni," segir Ögmundur. „Þessi ríkisstjórn var ekki mynduð í kringum Icesave. Henni er ætlað að verja velferðarkerfið á erfiðum tímum í efnahagslífinu... Ég held að það sé þannig sem við viljum sjá þetta - sem ópólitísktmál," bætir Ögmundur við.

Hér er hægt að lesa umfjöllun Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka