Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson á Alþingi
Bjarni Benediktsson á Alþingi mbl.is/Ómar

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir í viðtali við Reu­ters frétta­stof­una að þjóðar­at­kvæðagreiðslan um Ices­a­ve geti ákv­arðað framtíð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Í víðu sam­hengi þá mun hún snú­ast um líf rík­is­stjórn­ar­inn­ar," seg­ir Bjarni. „Rík­is­stjórn sem get­ur ekki leyst þetta vanda­mál get­ur ekki haldið áfram.

Reu­ters seg­ir hins veg­ar að andstaðan við Ices­a­ve sé ekki bund­in við flokka og ekki séu all­ir sem eru á móti samn­ingn­um á því að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­rá­herra, fari frá.

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, seg­ir að marg­ir stuðnings­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar muni hafna Ices­a­ve-lög­un­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. „Það ligg­ur í aug­um uppi að þrátt fyr­ir að greiða at­kvæði gegn lög­un­um þá ertu ekki að greiða at­kvæði gegn rík­is­stjórn­inni," seg­ir Ögmund­ur. „Þessi rík­is­stjórn var ekki mynduð í kring­um Ices­a­ve. Henni er ætlað að verja vel­ferðar­kerfið á erfiðum tím­um í efna­hags­líf­inu... Ég held að það sé þannig sem við vilj­um sjá þetta - sem ópóli­tískt­mál," bæt­ir Ögmund­ur við.

Hér er hægt að lesa um­fjöll­un Reu­ters

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert