Orkubú Vestfjarða mun endurnýja vél Mjólkárvirkjunar og byggja þriðju virkjunina, á svæði fyrir ofan Borgarhvilftarvatn, án þess að taka langtímalán til framkvæmdanna.
Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að nýja virkjunin borgi sig niður á um það bil 25 árum en reiknað er með að vélarnar verði gangsettar í ár.
Jafnframt hefur verið ákveðið að endurnýja vélar Mjólkárvirkjunar með nýrri og mun öflugri 7MW vél sem reiknað er með að komist í gagnið haustið 2011.
„Það er komið að endurnýjun Mjólkárvirkjunar og við teljum of áhættusamt að draga það,“ segir Kristján.
Sjá nánar um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.