Deilt um Heklusýningu fyrir dómi

Deilur um Heklusýningu hafa komið til kasta dómstóla.
Deilur um Heklusýningu hafa komið til kasta dómstóla. mbl.is/ÞÖK

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt Heklusetrið ehf. til að greiða hugbúnaðarfélaginu Gagarín tæplega 16 milljónir króna  fyrir hönnun og hluta uppsetningar á sýningu um eldfjalið Heklu árið 2007.

Fram kemur í dómnum, að Gagarín sagðist hafa lokið verkinu, sýningin hefði verið afhent og hún opnuð. Sýningin hefði öll virkað vel og það staðfesti Anders Hansen, stjórnarformaður Heklusetursins, fyrir dómi.

Anders hélt því hins vegar einnig fram, að slíkir gallar hafi komið fram fljótlega eftir afhendingu verksins að hann teldi það ekki fullklárað. Neitaði hann að greiða eftirstöðvar reikninga, sem Gagarín sendi honum.

Héraðsdómur taldi hins vegar að Heklusetrið hafi ekki sýnt fram á að Gagarín hafi ekki afhent umsamda vinnu samkvæmt samningi aðila frá 20. febrúar 2007. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert