Dorrit Moussaieff forsetafrú var leyst út með gjöfum frá indverskum börnum í skóla í Mumbaí í dag, þegar opinber heimsókn forseta Íslands til Indlands hófst. Dorrit fagnar einmitt sextugsafmæli sínu í dag, 12. janúar.
Að loknu málþingi í Mumbai í morgun heimsóttu Ólafur Ragnar og Dorrit, ásamt föruneyti, skóla fyrir fátæk börn, þar sem áhersla er lögð á tölvuþekkingu og samfélagsfræði. Nefnist skólinn Door Step School en þar sýndu stúlkur m.a. svonefndan banjara-dans. Einnig komu þær færandi hendi til Dorritar.