Ekki hægt gefa út loðnukvóta

Loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar er að ljúka. Samkvæmt heimildum mbl.is fannst ekki nægilega mikið af loðnu svo hægt sé að gefa út upphafskvóta. Fiskifræðingar hafa miðað við að hrygningarstofn verði að vera 400 þúsund lestir en í leiðangrinum mun ekki hafa tekist að mæla svo stóran stofn.

Farið var á tveimur rannsóknaskipum, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, umhverfis landið. Áfram verður fylgst með hugsanlegum loðnugöngum í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert