Talskona hollenska fjármálaráðuneytisins segir í samtali við Reuters-fréttastofuna að ráðuneytið eigi ekki viðræðum við íslensk stjórnvöld varðandi nýtt Icesave-samkomulag.
Hún segir að hollensk stjórnvöld bíði nú eftir því hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Íslandi verði. Fram hefur komið að atkvæðagreiðslan muni í síðasta lagi fara fram 6. mars nk.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddi í gær við starfsbræður sína á Norðurlöndunum um stöðu mála hér á landi í kjölfar synjunar forseta Íslands á Icesave-lögunum.
Hún ræddi jafnframt við forsætisráðherra Bretlands og Hollands.