Eyjamenn óánægðir með seinagang

Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn næsta …
Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn næsta sumar.

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir, að ekki liggi enn fyrir  upplýsingar um ferðaáætlun og gjaldskrá ferjunnar Herjólfs eftir að hann fer að sigla í Landeyjahöfn en miðað er við að það gerist í byrjun júlí á næsta ári. Segir bæjarráðið að ferðaþjónustan í Eyjum verði fyrir tugmilljóna tjóni af þessum sökum. 

Í bókun bæjarráðs, sem sagt er frá á eyjafréttum.is, segir að ekki sé hægt að bóka í ferðir Herjólfs eftir 1. júlí og þar með hvorki á Þjóðhátíð né Goslokahátíð.

„Fyrir all nokkru hófu ferðaskrifstofur að undirbúa ferðasumarið 2010. Vestmannaeyjar hafa vaxandi aðdráttaafl fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn og ríkur vilji í Vestmannaeyjum til að þróa þjónustu sína áfram.  Á meðan ekki liggja fyrir upplýsingar getur enginn slíkur undirbúningur átt sér stað. Upplýsingaleysið veldur Vestmannaeyjum tugmilljóna tjóni,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert