Hagræðing og gæði við sameiningu

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. www.mats.is

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti fyrir áramót að sameina leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku í einn skóla, samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Með sameiningunni er stefnt að því að ná bæði hagræðingu og auknum gæðum á þjónustu.

Til þess að vinna að markmiði bæjarstjórnar hefur verið skipuð nefnd til að vinna að hugmyndum að útfærslu á sameiningunni. Nefndina skipa fulltrúar stjórnenda bekkja leikskóla, starfsfólk skólaskrifstofu, fulltrúar skólanefndar og fulltrúar foreldra barna á báðum leikskólum.

Nefndinni er gefinn tími til loka mánaðar til að skila tillögum og athugasemdum og stefnt er að því að sameinaður leikskóli taki til starfa í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert