Íslensk stjórnvöld verða að kynna betur sjónarmið sín fyrir almenningi í Hollandi segir hollenskur blaðamaður sem búsettur er hér á landi.
Útlit er fyrir að Icesave málið geti orðið að kosningamáli í Hollandi en talið er að hörð afstaða fjármálaráðherrans gegn ákvörðun forseta Íslands sé til að afla flokki sínum vinsældum í sveitastjórnarkosningum í vor.