Kynnir ríkið nú en Icesave áður

Breska almannatengslafyrirtækið Financial Dynamics (FD) og Andrew Walton starfsmaður þess, sem vinna að samskiptum við erlenda fjölmiðla og fjárfesta fyrir íslensk stjórnvöld, unnu á sínum tíma fyrir Landsbankann við kynningu á stofnun Icesave-reikninganna í Hollandi og Bretlandi.

Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins vegna málsins segir að FD hafi komið til starfa fyrir ráðuneytið á grundvelli góðra meðmæla Hawkpoint, ráðgjafarfyrirtækis sem aðstoðaði íslensk stjórnvöld í samningaviðræðum við skilanefndir föllnu bankanna þriggja.

„Þegar fjármálaráðuneytið fékk FD í sína þjónustu var því ekki kunnugt um fyrri verkefni FD. Þegar ráðuneytinu var bent á að fyrirtækið hefði áður unnið fyrir Landsbanka Íslands var það rætt við fulltrúa þess og varð niðurstaðan sú að fyrri störf þeirra fyrir Landsbankann hefðu ekki áhrif á trúverðugleika vinnu þeirra fyrir stjórnvöld,“ segir m.a. í svari ráðuneytisins.  

Sjá öllu nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert