Lögmaður dæmdur í fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt lögmann í 6 mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir umboðssvik með því að selja sumarhúsalóð í Grímsnesi í heimildarleysi.

Lögmaðurinn, sem er um sjötugt, seldi lóðina upphaflega árið 1988 fyrir 300 þúsund krónur og voru kaupendur hjón. Við skilnað hjónanna kom lóðin í hlut konunnar. Lögmaðurinn hélt því fram að kaupsamningurinn hefði ekki verið efndur og því fallið úr gildi vegna fyrningar en dómurinn var á öðru máli.

Árið 2007 seldi lögmaðurinn lóðina aftur, nú til einkahlutafélags, fyrir 1,2 milljónir króna. Í dómnum kemur fram, að þar sem hjónunum láðist að þinglýsa eignarréttindum sínum hélst í veðmálabókum skráning lögmannsins sem eiganda lóðarinnar. Með þessu hafi hann komist í þá aðstöðu að ráðstafa eigninni í heimildarleysi og síðan misnotað þá aðstöðu sína þegar hann seldi lóðina aftur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert