Meirihluti styður ákvörðun forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum 5. janúar.
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína á Bessastöðum 5. janúar.

Meirihluti þátttakenda í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið er sammála þeirri ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögum staðfestingar.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að 56% þeirra, sem tóku þátt í könnun Gallup síðustu daga, sögðust sammála ákvörðun forsetans, 34% sögðust ósammála en 10% sögðust hvorki vera sammála né ósammála. 

Í könnun, sem Gallup gerði fyrst eftir að forsetinn birti ákvörðun sína, sögðust 51% vera ósammála ákvörðuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert