Merkilegt samband við Kötlu

Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað …
Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað um gosið 1821 til 1823. mbl.is / RAX

Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir að kvikuinn­skotið sem nú er hafið und­ir Eyja­fjalla­jökli sé fram­hald af inn­skoti sem hófst í sum­ar. Það sé þó tals­vert minna en á ár­un­um 1994 og 1999 þegar fjallið lyft­ist um nokkra tugi sentí­metra. Dæmi eru um að jarðhrær­ing­ar í Eyja­fjalla­jökli séu und­an­fari Kötlugoss.

Skjálf­a­virkni hef­ur verið að aukast í Eyja­fjalla­jökli síðustu vik­urn­ar, eft­ir ró­leg­an tíma frá því í ág­úst. Veður­stof­an tel­ur að skjálfta­virkn­in bendi til svipaðra kvikuinn­skota og urðu þarna 1994 og 1999. Virkn­in í ár bendi þó til þess að þetta síðasta inn­skot hafi verið mun minna en haustið 1999.

Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir, þegar hann er spurður um hugs­an­legt eld­gos, að Eyja­fjalla­jök­ull sé virkt eld­fjall sem hafi gosið að minnsta kosti tvisvar á sögu­leg­um tíma. Þetta sé þó til­tölu­lega mein­laust eld­fjall og hafi ekki gosið ham­faragos­um. Samt sem áður sé mik­il­vægt að fylgjst vel með og hafa var­ann á, eins og áður.

Eyja­fjalla­jök­ull er í næsta ná­grenni við eld­stöðina Kötlu í Mýr­dals­jökli. „Það er merki­legt sam­band á milli þessarra ná­granna,“ seg­ir Páll um tengsl­in þar á milli. Hann bend­ir á að Katla hafi gosið 1823, í fram­haldi af gosi í Eyja­fjalla­jökli sem hófst 1821 og stóð með hlé­um í tvö ár. Þá nefn­ir hann að eft­ir hrær­ing­arn­ar í Eyja­fjalla­jökli árið 1999 hafi orðið landris í Kötlu og hugs­an­lega einnig smágos.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka