Pálmi Haraldsson segist munu koma með verulegt fé inn í rekstur Ferðaskrifstofu Íslands í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins.
Flugfélagið Iceland Express keypti ferðaskrifstofuna í janúar 2008, en fáum vikum áður hafði flugfélagið þurft á 300 milljóna króna hlutafjáraukningu að halda til að geta haldið áfram rekstri.
Ferðaskrifstofa Íslands var þá stórskuldug, en í árslok 2008 námu skuldir félagsins nálægt tveimur milljörðum króna. Ferðaskrifstofan hafði reitt sig á lán frá Landsbankanum, en stórum hluta þeirra lána var síðan breytt í hlutafé, sem verður nú niðurfært í tengslum við endurskipulagninguna.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.