Quest tekur málstað Íslands

Richard Quest.
Richard Quest. Reuters

Breski fréttamaðurinn litríki Richard Quest, sem fjallað hefur m.a. um fjármál og ferðamál í bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, segir á bloggi sínu á vef danska viðskiptablaðsins Børsen, að aldrei eigi að sparka í liggjandi. Það hafi Bretar og Hollendingar hins vegar gert gagnvart Íslandi í Icesave-málinu.

„Það hefur komið mér í opna skjöldu hve Bretar og Hollendingar hafa komið fram með ódrengilegum hætti með því krefjast endurgreiðslu frá smáþjóð, sem varð gjaldþrota.

Upphæðirnar, sem krafist er (innan við 5 milljarðar dala) eru smáaurar í ljósi þess að Bretar einir munu taka 500 milljarða dala að láni á næstu tveimur árum.  Áhrifin á Ísland og íbúana þar verða hins vegar mun meiri en örlætisvottur ríkra þjóða (svo virðist sem aðeins bankamönnum sé sýnt örlæti og þá þegar þeir eru að fara á hausinn)," skrifar Quest m.a.

Blogg Richards Quest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert